á endalausu ferðalagi...
mánudagur, júlí 26, 2004
Ég átti líka þessa fínu helgi í frábæru veðri!
Við frænkur höfðum ákveðið í vor að fara langa og góða hjólaferð um þessa helgi, en vegna skorts á reiðhjóli sem passar fyrir mig var ferðinni breytt í almenna útilegu.
Við lögðum af stað á föstudeginum strax eftir að ég var búin að vinna. Við brunuðum á Vík, með stoppi á Selfossi í grenjandi rigningu. Þar var tjaldinu slegið upp og þá hætti eignlega að rigna og á laugardagsmorgni vöknuðum við að þjóðverji var að vekja einhverja aðra þjóðverja með því að segja að það væri sól!
Eftir góðan morgunmat var keyrt áleiðis til Kirkubæjarklaustur. Við vorum búnar að ákveða að kanna með útsýni frá Laka. Eftir að keyrt yfir nokkrar litlar ár á hinum ýmsum vegum komum við loksins að Laka. Útsýnið var frábært! Vatnajökull í öllu sínu veldi og svo beina línann með gígaröndina og svo öll fjöllin sem ég veit ekki hvað heita.
Við stoppuðum svo við einn gíginn til að skoða hvernig þetta liti allt saman út. Eftir það stopp var svo haldið sig við slóða sem áttu að vera fjallvegir niður fjallið á þjóðveg 1 til Kirkjubæjarklaustur.
Þar fundum við sundlaugina og fórum í heita pottinn.
Ég hef ekki farið í heitan pott síðan einhvern tímann fyrir páska í fyrra. Þetta var bara allt í fína.
Á sunnudegin var síðan kíkt á Svínafellsjökul og athugað með ís í Skaftafelli, þar var því miður enginn ís. Við brunuðum bara beint á Vík og síðan áfram í átt til Reykjavíkur í rólegheitunum.

En að allt öðru þá er hann Gústi að byrja á samning í dag. Ég vona að allt gangi vel hjá honum. Er alveg viss að svo sé.  Ég ætla nú samt að senda honum góðar hugsanir!!!

Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.